Velkomin á kvikusíður The Document Foundation

From The Document Foundation Wiki
Jump to: navigation, search
Stökkva á: [[../../../../Main Page#mw-head|flakk]], [[../../../../Main Page#p-search|leita]]

The Document Foundation er sjálfseignarstofnun sem sér um að gæta hagsmuna samfélagsins sem áður stóð að gerð OpenOffice hugbúnaðarins. TDF gefur út sína eigin útgáfu af þeim hugbúnaði, kallast hún LibreOffice.

Þessi kvikuvefur (e: wiki) er alltaf í vinnslu, en hér er og verður að finna allskyns upplýsingar um hugmyndafræðina, verkefnin, framtíðarsýn, markmið og það sem út úr þessu hefur komið. Allir geta verið með. Til að skoða hina opinberu heimasíðu verkefnisins, kíktu á www.documentfoundation.org

Tungumál

Þú getur bætt síðum á þínu tungumáli á kvikuna. Fylgdu þessum grunnreglum við gerð nýrra síðna:

  • Síðan ætti að vera nefnd IS/síðuheiti Þar sem IS er iso-kóðinn fyrir íslensku, nota skal hástafi.
  • Bættu flokknum [[Category:IS]] á síðuna (helst neðst)
  • Ekki þýða heiti síðu þegar efni hennar er þýtt, til þess að heiti síðunnar sé birt með staðfærðum titli er hægt að bæta við merkingunni DISPLAYTITLE: Síðuheiti
  • Gakktu úr skugga um að þýdda síðan sé ný síða og að þú sért ekki að breyta upphaflegu síðunni (þeirri sem þú vilt þýða)

Við munum áður en langt um líður birta ítarlegri ritstjórnarstefnu fyrir þennan kvikuvef, endilega hjálpaðu við að halda honum sem nytsamlegustum með því að virða reglurnar hér að ofan!

Þýðingar

LibreOffice er til á íslensku. Þýðingarnar munu fara fram á https://translations.documentfoundation.org/is/.

Nánari upplýsingar má finna á póstlistunum openoffice@openoffice.is og translation-team-is@lists.sourceforge.net, á þeim síðarnefnda hægt er að senda póst án þess að skrá sig.

Hjálparskjöl

http://www.openoffice.is er vefur á íslensku tileinkaður OpenOffice.org og afleiddum hugbúnaði. Þarna ætti að vera hægt að finna svör á íslensku við flestu því sem viðkemur LibreOffice/OpenOffice.org og skyldum hugbúnaði.

Draft documentation: kaflar úr notandahandbókum.

Verkefna- og óskalistar fyrir LibO skjölun.

Leiðbeiningarvefur Menntaskólans í Reykjavík um LibreOffice og annan frjálsan hugbúnað.

Þessi listi mun lengjast eftir því sem þróun LibreOffice vindur fram.

Þróun / Forritun

To get an overview of how to download the source, build and install, have a look at our Development page. Here you find information on how to start building LibreOffice, finding new tasks to solve, how to use git for managing the source code repositories, etc.

Prófunarútgáfur LibreOffice

Áður en að formlegri útgáfu kemur, eru nokkrar prófunarúgáfur skoðaðar vandlega; fyrst svokallaðar beta-útgáfur og síðan það sem kallast útgáfukandídatar (RC = Release Candidate). Þegar verið er að þýða LibreOffice er mikilvægt að skoða hvernig þýðingarnar koma út í prófunarútgáfunum áður en þær fara í endanlega dreifingu. Prófunarútgáfur má finna á http://www.libreoffice.org/download/pre-releases/

Upplýsingar um villutilkynningar